Íslenskur sjávarútvegur er ekki aðeins efnahagslega mikilvægur heldur einnig félagsleg og menningarleg stoð samfélagsins.
Svanur Guðmundsson
Svanur Guðmundsson

Svanur Guðmundsson

Kvótakerfið á Íslandi hefur verið eitt af mikilvægustu stefnumálum landsins frá því það var innleitt á níunda áratug síðustu aldar. Í dag er almennt viðurkennt bæði meðal almennings og stjórnmálamanna að kerfið virkar vel og stuðlar að sjálfbærni og hagkvæmni í sjávarútvegi. Einnig er viðurkennt að fjölbreytni útgerðarforma er nauðsynleg og að litlar útgerðir gegna mikilvægu hlutverki í sjávarbyggðum landsins.

Sjávarútvegur hefur um aldir verið lífæð margra byggða á Íslandi og í Noregi. Þrátt fyrir sameiginlega sögu og áherslur hafa þjóðirnar valið ólíkar leiðir við stjórnun auðlinda sinna og stuðning við byggðaþróun. Það vekur spurninguna: Hvort landið er betur statt til að tryggja öflugar byggðir sem uppfylla kröfur um hagkvæmni, sjálfbærni og atvinnu?

Íslenska leiðin

...