Yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hefur samþykkt að boða verkfall 11. nóvember, hafi samningar ekki náðst um kjör. 81 prósent kennaranna samþykkti verkfallsboðunina og er MR annar framhaldsskólinn til að gera það en…
Verkfall 81% samþykkti verkfallsboðun kennara í menntaskólanum.
Verkfall 81% samþykkti verkfallsboðun kennara í menntaskólanum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hefur samþykkt að boða verkfall 11. nóvember, hafi samningar ekki náðst um kjör. 81 prósent kennaranna samþykkti verkfallsboðunina og er MR annar framhaldsskólinn til að gera það en Fjölbrautaskóli Suðurlands samþykkti í síðustu viku að verkfall skyldi boðað.

Þar með hafa félagsmenn Kennarasambands Íslands (KÍ) í tíu skólum samþykkt verkfallsaðgerðir í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar en auk fyrrgreindra skóla hafa kennarar Leikskóla Seltjarnarness, leikskólans Holts í Reykjanesbæ, leikskólans Drafnarsteins í Reykjavík, leikskólans Ársala á Sauðárkróki, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík, Lundarskóla á Akureyri og Tónlistarskólanum á Ísafirði samþykkt að leggja niður störf. Til stendur að kennarar leggi niður störf 29. október.

Ekki er ólíklegt

...