Þegar veturinn gengur í garð breytast áherslunar og litirnir í förðuninni. Fyrir þennan vetur má nefna dekkri varir á móti náttúrulegri augum og dramatískt augnaráð. Ef þú ert meira fyrir náttúrulegt útlit og forðast sterka liti þá er mjög fallegt…
Gigi Hadid með náttúrulega förðun en smáatriðin í ljósbleikum lit á augum og vörum.
Gigi Hadid með náttúrulega förðun en smáatriðin í ljósbleikum lit á augum og vörum. — AFP

Edda Gunnlaugsdóttir | eddag@mbl.is

Þegar veturinn gengur í garð breytast áherslunar og litirnir í förðuninni. Fyrir þennan vetur má nefna dekkri varir á móti náttúrulegri augum og dramatískt augnaráð. Ef þú ert meira fyrir náttúrulegt útlit og forðast sterka liti þá er mjög fallegt að bæta við smá bleikum varalit eða augnskugga fyrir hátíðisdagana.

Dökkar varir á móti náttúrulegum augum hefur verið vinsælt og verður áfram yfir veturinn. Þá er lítið sem ekkert notað á augnsvæðið nema hyljari og litur í augabrúnir. Augnskugga og maskara sleppt alveg. Fyrir þau sem eiga erfitt með það þá er hægt að setja smá maskara.

Þau sem vilja leggja áherslu á smokey-augnförðun gleðjast því veturinn er fullkominn árstími fyrir hana. Prófaðu að hafa glansandi og glossaðar varir á móti og jafnvel

...