Heimsbyggðinni ber að virða ábyrgð sína til fyrirbyggingar þjóðarmorðs, sem var mótuð á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2005.
Alexander Freyr Þorvarðarson
Alexander Freyr Þorvarðarson

Kjartan Sveinn Guðmundsson og Alexander Freyr Þorvarðarson

Palestína varð smánarblettur mannréttinda- og friðarhugsjóna upp úr 1948, þegar nýstofnað Ísrael beitti hryðjuverkum, eiturefnaárásum og fjöldamorðum sem neyddu þúsundir Palestínumanna frá heimilum sínum. Ísraelsríki, undir síónískri hægristjórn Netanjahús, hefur endurlífgað nýlendustefnu á landsvæðum Palestínumanna með tilheyrandi hörmungum. Það hefur reynst mörgum vestrænum íhaldsmönnum erfitt að viðurkenna sinn þátt í því að styðja stjórnarhætti Ísraels, þar sem mannréttindabrot eru réttlætt sökum ímyndaðra samhangandi hagsmuna og „sjálfsvarnarréttar“.

En hverjar eru afleiðingar þeirrar „sjálfsvarnar?“ Milljónir Palestínumanna lifa undir herstjórn í fangelsum undir opnum himni, tugþúsundir hafa látist í átökum og mótmælum og fjölskyldur eru sundraðar

...