Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm í máli félagsins Frigusar II ehf. gegn íslenska ríkinu og Lindarhvoli ehf. Vildi Frigus fá bætur vegna sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka, en það var Lindarhvoll, félag í eigu ríkisins, sem sá um söluna.

Frigus II ehf. höfðaði mál á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu vegna sölu Lindarhvols á hlut ríkisins í Klakka. Fór lögmaður Frigusar fram á rúmlega 650 milljóna króna bætur í málinu ásamt vöxtum frá því í apríl 2019.

Voru kröfur Frigusar II ehf. reistar á því að verulegir annmarkar hefðu verið á söluferlinu, sem leiddu til skaðabótaskyldu Lindarhvols og íslenska ríkisins.

Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði annað séð en að Lindarhvoll ehf. hefði veitt öllum bjóðendum sömu upplýsingar um þær eignir sem voru til sölu og

...