Benedikt Erlingur Guðmundsson, ávallt nefndur Erlingur, fæddist 23. september 1939. Hann lést á 28. september 2024.

Útför hans fór fram 8. október 2024.

Látinn er móðurbróðir minn Benedikt Erlingur Guðmundsson frá Patreksfirði. Fyrsta minning mín um Erling er frá því þegar ég var að verða fjögurra ára gamall. Þá fór hann með mig upp á rétt á Patreksfirði og bar mig á háhest, ég var skíthræddur því mér fannst vera svo hátt niður en Erlingur var hávaxinn.

Það var einhver ljómi yfir Erlingi hjá mér, hann var fjarlægur frændi við nám í útlöndum þegar ég var krakki. Bréf bárust reglulega frá honum og man ég eftir afa lesa þau upphátt fyrir okkur og voru það eins konar helgistundir. Eftir að Erlingur hóf vinnu á Akranesi var ekki oft sem leiðir lágu saman fyrstu árin. Hann kom þó stundum vestur og við

...