Danska ljóðskáldið Ursula Andkjær Olsen kemur fram á ljóðakvöldi í Mengi í kvöld, föstudag 18. október, kl. 20. Er þetta í þriðja sinn sem skáldkonurnar Fríða Ísberg, Brynja Hjálmsdóttir og Þórdís Helgadóttir bjóða til kvöldstundar með erlendu skáldi. „Ursula Andkjær Olsen er án vafa eitt merkasta starfandi skáld á Norðurlöndum,“ segir í tilkynningu. Þýðing Brynju Hjálmsdóttur á bók hennar Skartgripaskrínið mitt (Mit smykkeskrin) er nýkomin út hjá Benedikt bókaútgáfu.