Vestfirðir Guðmundur Fertram Sigurjónsson kynnti markmiðin.
Vestfirðir Guðmundur Fertram Sigurjónsson kynnti markmiðin.

Kynnt var í gær ákall um gerð sáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngur í landshlutanum yrðu færðar í viðunandi horf á næstu tíu árum. Yfirskrift þessa átaks er Vestfjarðalínan og að því stendur Innviðafélag Vestfjarða. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis og forsvarsmaður félagsins, kynnti áherslur þess jafnhliða því sem opnaður var upplýsingavefur sem ber heitið Vestfjarðalínan.

Framtíðarsýn um betri samgönguinnviði Vestfjarða vísar til heilsárstenginga milli atvinnusvæða á Vestfjörðum og öruggari samgangna frá öllum þéttbýlissvæðum. Einnig að vegurinn milli höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða verði að mestu á láglendi.

Guðmundur Fertram nefnir að á Vestfjörðum hafi nú myndast mikil verðmæti í mörgum atvinnugreinum. „Síðustu ár hafa nýsköpun, frumkvöðlastarf og nýjar atvinnugreinar stuðlað að efnahagsævintýri á Vestfjörðum. Árlegar tekjur

...