Bílastæðin hurfu og viðskiptavinirnir gufuðu upp

Stundum segja lítil mál mikla sögu. Bílastæðavandræði fyrir framan bakarí munu ekki breyta miklu um gang mála í höfuðborginni, þótt þau geti verið grafalvarleg fyrir þá, sem í hlut eiga.

Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því hvernig viðskipti í Bernhöftsbakaríi, sem stendur á horni Skúlagötu og Klapparstígs, hafa snarminnkað vegna aðgerða borgarinnar.

Vandræðin byrjuðu þegar skilgreiningu á gjaldsvæði stæðanna fyrir framan bakaríið var breytt þannig að nú er bílum lagt þar á föstudagskvöldi og þeir ekki hreyfðir fyrr en á mánudegi. Um þverbak keyrði þegar 72 bílastæði hurfu undir strætóstoppistöð þegar stöðin á Hlemmi var lögð niður og hún flutt á Skúlagötu.

„Verstu dagarnir hér eru eins og í faraldrinum og þá er mikið sagt,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, í fréttinni.

Sigurður Már bendir á að í sama húsi séu yfir 130 íbúðir og það sé vinsælt hjá eldri borgurum. Nú sé ekkert bílastæði fyrir gesti hússins

...