Afturelding fór upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sannfærandi sigri á ÍBV, 38:27, á heimavelli sínum í sjöundu umferðinni í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Afturelding er nú með ellefu stig, einu stigi meira en FH í öðru sæti
Mosfellsbær Birgir Steinn Jónsson úr Aftureldingu rífur sig upp gegn Eyjamönnum í leik liðanna í Mosfellbæ í úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Mosfellsbær Birgir Steinn Jónsson úr Aftureldingu rífur sig upp gegn Eyjamönnum í leik liðanna í Mosfellbæ í úrvalsdeildinni í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Arnþór

Handboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Afturelding fór upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sannfærandi sigri á ÍBV, 38:27, á heimavelli sínum í sjöundu umferðinni í Mosfellsbæ í gærkvöldi.

Afturelding er nú með ellefu stig, einu stigi meira en FH í öðru sæti. ÍBV er í sjötta sæti með sjö stig.

Heimamenn gáfu tóninn strax í upphafi leiks, því þeir komust í 6:2 eftir fimm mínútur. Munurinn var svo tíu mörk í hálfleik, 19:9. ÍBV minnkaði muninn í fimm mörk í seinni hálfleik, en nær komust Eyjamenn ekki.

Blær Hinriksson átti flottan leik fyrir Aftureldingu og skoraði sjö mörk. Úkraínski hornamaðurinn Ihor Kopyshynskyi gerði sex. Andri Erlingsson,

...