Yahya Sinwar
Yahya Sinwar

Utanríkisráðherra Ísraels, Israel Katz, greindi frá því í gær að forystumaður Hamas-samtakanna, Yahya Sinwar, hefði verið felldur í hernaðaraðgerðum ísraelska hersins á Gasaströndinni. Sinwar fæddist árið 1962 í Khan Younis-flóttamannabúðunum í suðurhluta Gasa. Hann var valinn nýr stjórnmálaleiðtogi Hamas í kjölfar þess að Ismail Haniyeh, fyrrverandi stjórnmálaleiðtogi samtakanna, var veginn í loftárás Ísraels á Teheran, höfuðborg Írans, í júlí. » 13