Ritstörf hafa verið mér mjög kær og sömuleiðis íslenskan. Ég hef aldrei náð sömu tengslum við þýskuna þótt ég hafi ekkert fyrir því að tala og skrifa hana.
„Mér finnst gaman að aldrinum og mörgu sem hann hefur í för með sér. Mér finnst til dæmis blessun að tapa heyrn,“ segir Sibyl Urbancic tónlistarkona.
„Mér finnst gaman að aldrinum og mörgu sem hann hefur í för með sér. Mér finnst til dæmis blessun að tapa heyrn,“ segir Sibyl Urbancic tónlistarkona. — Morgunblaðið/Eggert

Sibyl Urbancic hefur búið Vín í 65 ár og starfað þar sem tónlistarkona. Hún heldur góðum tengslum við Ísland, hefur kennt hér og talar íslensku fullkomlega. Hún fæddist árið 1937 í Graz í Austurríki og var eins árs þegar hún kom til Íslands ásamt móður sinni og tveimur systkinum.

Faðir hennar, Victor Urbancic, starfaði við tónlistarháskólann í Graz í Austurríki áður en hann kom hingað til lands árið 1938 þegar hann fékk stöðu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eiginkona hans, Melitta, var doktor í heimspeki og málvísindum, skáldkona, myndhöggvari og leikkona. Hún var gyðingur og var því ekki vært í Austurríki og skömmu eftir að eiginmaður hennar kom til Íslands flúði hún þangað með börn þeirra þrjú.

Victor Urbancic hafði mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf, varð tónlistarstjóri í Þjóðleikhúsinu, kennari við Tónlistarskólann

...