Tónlistin er alþjóðlegt tungumál sem tengir okkur við ólíka menningarheima og eflir mennsku og skilning enda kveikja að mikilvægu samtali. Í kringum tónlist skapast samfélög sem við þörfnumst að tilheyra á einn eða annan hátt
Söngur Kórstarf skipar veglegan sess í starfi Tónskóla Reykjavíkur. Hér er sungið af gleði í Bústaðakirkju.
Söngur Kórstarf skipar veglegan sess í starfi Tónskóla Reykjavíkur. Hér er sungið af gleði í Bústaðakirkju.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Tónlistin er alþjóðlegt tungumál sem tengir okkur við ólíka menningarheima og eflir mennsku og skilning enda kveikja að mikilvægu samtali. Í kringum tónlist skapast samfélög sem við þörfnumst að tilheyra á einn eða annan hátt. Iðkun tónlistar eflir sjálfstraust og þjálfar félagsfærni og skapandi hugsun, segir Edda Austmann, skólastjóri Tónskóla Reykjavíkur.

300 nemendur og margir í forskóla

Nýlega var sú breyting gerð að Tónlistarskólinn í Grafarvogi í Reykjavík fékk nýtt nafn og heitir nú Tónskólinn í Reykjavík. Skólinn starfar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal og Bústaðahverfi og segir Edda nýja nafnið taka betur utan um starfsemi skólans, svo víða sem hún er í borginni. Alls eru nemendur skólans hátt í 300 – þar af um 70 í forskóla

...