Hólmkell Hreinsson <strong>er </strong><em>amtsbókavörður.</em>
Hólmkell Hreinsson er amtsbókavörður.

Starf á almenningsbókasafni er mjög skemmtilegt, ekki síst þegar líður að jólum og íslensk bókaútgáfa nær hámarki. Hluti af starfi mínu felst í því að vera vel heima í því sem er að gerast í heimi bókanna en auk þess er mitt aðaláhugamál að lesa bækur.

Mikil gósentíð er því fram undan og mér sýnist óhætt að hlakka til margra góðra lestrarstunda.

Undanfarið hef ég eins og margir aðrir lesið bæði með augum og eyrum. Íslenskar bækur les ég með augunum en erlendar með eyrunum og nýt þar þjónustu Rafbókasafnsins sem er samstarfsverkefni íslenskra almenningsbókasafna og svo Audible sem er hljóðbókaveita Amazon en þar má finna hljóðbækur á ýmsum tungumálum auk ensku.

Af þeim erlendu bókum sem ég hef hlustað á nýverið stendur upp úr bókin The Women eftir Kristin Hannah. Hún fjallar um unga bandaríska konu sem fer

...