Bókaútgáfan Gullbringa gefur í ár út þrjár bækur eftir Þórarin Eldjárn. Nýlega komu út Dótarímur sem lýst er sem rammíslenskum rímnaflokki handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins og fjallar hver og ein um tiltekið dót eða leikfang
Þórarinn Eldjárn
Þórarinn Eldjárn

Bókaútgáfan Gullbringa gefur í ár út þrjár bækur eftir Þórarin Eldjárn. Nýlega komu út Dótarímur sem lýst er sem rammíslenskum rímnaflokki handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins og fjallar hver og ein um tiltekið dót eða leikfang. Þórarinn M. Baldursson myndlýsir.

Þá er bókin Hlutaveikin væntanleg en það er jólasaga handa börnum og fullorðnum. Þar segir frá Freysteini, sjö ára dreng sem finnst biðin eftir jólunum nær óbærileg. Sagan birtist í safnriti 1993 en nú sérstök í fyrsta sinn. Sigrún Eldjárn gerði nýjar myndir fyrir útgáfuna.

Fyrr á árinu kom út verkið 100 kvæði, úrval úr helstu ljóðabókum Þórarins, í tilefni af því að um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því fyrsta bók hans, Kvæði, kom út. Kristján Þórður Hrafnsson

...