Vísnagáta liðinnar viku var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi. Hitar kaffi hratt og best, heiti' á landnámsmanni, gefur aflið gufulest, í grónu hrauni víða sést. Að venju eru svörin í bundnu máli

Halldór Blöndal

halldorblondal@simnet.is

Vísnagáta liðinnar viku var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi.

Hitar kaffi hratt og best,

heiti' á landnámsmanni,

gefur aflið gufulest,

í grónu hrauni víða sést.

Að venju eru svörin í bundnu máli. Fyrst Úlfar Guðmundsson:

Hefur ketill bjargað brátt,

bæ sinn Ketill reisti þá.

Gefur ketill mikinn mátt.

Margan ketil í hrauni sjá.

Þá Harpa í Hjarðarfelli:

Kaffi hita í katli má.

Ketill landnámsmaður,

...