Í þessari magnþrungnu náttúru og miklu sögu stendur hún þarna litla kirkjan.
„Aldrei hefði hann komist nær almættinu en þar. Í huga þessa manns stóð kirkjan vissulega ein en yfirgefin var hún ekki,“ skrifar höfundur.
„Aldrei hefði hann komist nær almættinu en þar. Í huga þessa manns stóð kirkjan vissulega ein en yfirgefin var hún ekki,“ skrifar höfundur. — Morgunblaðið/ÞÖK

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Þetta er einn magnaðasti staður á jörðu,“ sagði mexíkóskur vinur minn sem kom hingað í heimsókn fyrir rúmu ári. Hann var að lýsa Krýsuvíkurkirkju, litlu svart-tjöru-bornu kirkjunni sem stendur örsmá, ein og yfirgefin, skammt frá Grænavatni sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sýndi öllum erlendum gestum sínum því það væri eitt af náttúruundrum veraldar. Þarna er líka dulúðuga hverasvæðið við Seltún. Og vel að merkja rukkarar hafa ekki enn eyðilagt stemninguna þar með posavélum sínum.

Frá litlu kirkjunni að sjá eru fá mannanna verk sýnileg en nálægur er þó gamli skólinn sem nú hýsir Krýsuvíkursamtökin sem vinna að því að byggja upp á ný fólk

...