Samstarf Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra og Þorsteinn Másson sem er framkvæmdastjóri Bláma.
Samstarf Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra og Þorsteinn Másson sem er framkvæmdastjóri Bláma.

Endurnýjaður hefur verið samningur í millum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu um Bláma, félag sem styður við orkuskipti og verðmætasköpun á Vestfjörðum og víðar. Blámi hefur á síðustu þremur árum haft frumkvæði að og stutt við fjölmörg orkuskiptaverkefni með sérstaka áherslu á sjávartengda starfsemi. Þá var nýlega ­stofnað til samstarfs við Innviðafélag Vestfjarða. Starfsemi Bláma verður nú efld með starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum.

„Við höfum lagt áherslu á að styðja við Vestfirði á undanförnum misserum og þátttaka ráðuneytisins í Bláma gefur okkur tækifæri til að virkja það hugvit, auðlindir og þekkingu sem fyrir hendi er svo árangur náist í orkuskiptum og orkutengdri nýsköpun,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra í tilkynningu um samninginn nýja.

„Blámi hefur verið áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða síðustu ár og hefur reynst afar árangursríkt fyrir.

...