Allt stefnir í að nýjasta kvikmyndin um DC-illmennið Jókerinn, Joker: Folie à Deux, valdi framleiðendum miklu tapi. Miðasölutekjur í Bandaríkjunum námu rúmlega 7 milljörðum íslenskra króna í byrjun vikunnar og 23,5 milljörðum króna á heimsvísu
Fall Úr Joker: Folie á Deux sem brugðist hefur vonum framleiðenda.
Fall Úr Joker: Folie á Deux sem brugðist hefur vonum framleiðenda.

Allt stefnir í að nýjasta kvikmyndin um DC-illmennið Jókerinn, Joker: Folie à Deux, valdi framleiðendum miklu tapi. Miðasölutekjur í Bandaríkjunum námu rúmlega 7 milljörðum íslenskra króna í byrjun vikunnar og 23,5 milljörðum króna á heimsvísu. Nú kunna þessar tölur að virka himinháar en til samanburðar voru miðasölutekjur af fyrri myndinni, eftir aðeins þrjá sýningardaga, tæplega 14 milljarðar króna í Bandaríkjunum og rúmlega 35 milljarðar króna á heimsvísu. Framleiðslukostnaður við Joker: Folie à Deux var rúmlega 28 milljarðar króna og kostnaður við markaðssetningu og dreifingu um 14 milljarðar króna. Segir á vef Variety að um 64 milljarða króna þurfi til að myndin komi út á sléttu en ónefndir heimildarmenn tímaritsins halda því aftur á móti fram að myndin þurfi að skila um 53,5 milljarða króna tekjum til að koma út á sléttu. Vinsældir Jókersins

...