Þarna hafði ég verið í eitt og hálft ár að skrifa skáldsögu og það hafði fyllt mig kvíða. Ekki nóg með að ég nyti ekki verksins, það var beinlínis að ganga frá mér.
Halldór sótt það stíft að komast í öskuna þegar hann var yngri en það gekk ekki, enda starfið eftirsótt. „Það er synd.“
Halldór sótt það stíft að komast í öskuna þegar hann var yngri en það gekk ekki, enda starfið eftirsótt. „Það er synd.“ — Morgunblaðið/Eyþór

Þú verður að afsaka, hér er allt á hvolfi,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson þegar hann tekur á móti mér á heimili sínu. Það er ekkert að afsaka enda á óreiðan sér eðlilega skýringu, litla íbúðin hans Halldórs hefur um stund breyst í bókaútgáfu og lager. Kassi hér og kassi þar. Límband hér og pappír þar. Eftir að hafa látið rótgróna útgefendur um verkið fram að þessu ákvað Halldór að þessu sinni að gefa sjálfur út sína nýjustu skáldsögu, Mikilvægt rusl, undir merkjum Flatkökunnar útgáfu – með öllu sem því fylgir. Og ekki er annað að sjá en að hann njóti sín í atinu sem rétt er að byrja.

Á kápunni er Mikilvægu rusli lýst sem bráðfyndinni og grípandi ástar- og spennusögu sem leiftri af frásagnargleði. Daginn sem forsætisráðherra Íslands biður Guð að blessa þjóðina finnur öskukallinn Gómur Barðdal afskorið mannsnef í ruslatunnu við glæsihýsi í Þingholtunum. Skömmu síðar

...