Í dag getur heldur betur dregið til tíðinda í Bestu deild karla í fótbolta þegar fjórir af sex leikjum 26. og næstsíðustu umferðar deildarinnar fer fram.  Úrslitin gætu nánast ráðist í einvígi Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn
Meistarabaráttan Víkingurinn Nikolaj Hansen og Blikinn Damir Muminovic eiga hörkuleiki fyrir höndum í dag gegn ÍA og Stjörnunni.
Meistarabaráttan Víkingurinn Nikolaj Hansen og Blikinn Damir Muminovic eiga hörkuleiki fyrir höndum í dag gegn ÍA og Stjörnunni. — Morgunblaðið/Óttar

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Í dag getur heldur betur dregið til tíðinda í Bestu deild karla í fótbolta þegar fjórir af sex leikjum 26. og næstsíðustu umferðar deildarinnar fer fram.

 Úrslitin gætu nánast ráðist í einvígi Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn.

 Úrslitin gætu ráðist í baráttu Vals, Stjörnunnar og ÍA um eitt Evrópusæti.

 Úrslitin gætu ráðist í fallbaráttu Vestra og HK.

En á hinn bóginn er alls ekki víst að úrslitin ráðist og bíða verði eftir lokaumferðinni um næstu helgi til að útkljá þessa baráttu.

Íslandsmeistaratitillinn

...