JFDR Listakonan Jófríður Ákadóttir.
JFDR Listakonan Jófríður Ákadóttir.

Tónleikaröðin Söngvaskáld heldur áfram í Salnum í kvöld klukkan 20 en þá er komið að JFDR, sem er sólóverkefni Jófríðar Ákadóttur. Segir í tilkynningu að hún hafi byrjað feril sinn í hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris en starfi nú sem sólólistamaður og kvikmyndatónskáld. Auk þess hafi hún unnið og komið fram með fjölmörgum tónlistarmönnum eins og Ólafi Arnalds og Damien Rice. Þá var plata hennar, Museum, sem kom út í fyrra, valin plata ársins í flokki Popp, rokk, hipphopp og raftónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár.