1995 „Menn innan handknattleikshreyfingarinnar óskuðu hver öðrum gleðilegrar hátíðar.“ Sigmundur Ó. Steinarsson á setningu HM 1995.
Vonbrigði Fyrirliðinn Geir Sveinsson sendur í kælingu í tapleiknum gegn Sviss í Laugardalshöllinni á HM 1995.
Vonbrigði Fyrirliðinn Geir Sveinsson sendur í kælingu í tapleiknum gegn Sviss í Laugardalshöllinni á HM 1995. — Morgunblaðið/RAX

Baksvið

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Fyrr á þessu ári var greint frá því að Íslendingar hefðu sótt um að halda HM karla í handknattleik ásamt Dönum og Norðmönnum. Svo fór að þessum Norðurlandaþjóðum var úthlutað keppninni árið 2031 eða eftir sjö ár.

Íslendingar hafa áður haldið lokakeppnina HM karla í handknattleik og gerðu það raunar einir og óstuddir árið 1995. Undir forystu Jóns Hjaltalíns Magnússonar, þáverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, sótti Ísland um að halda HM árið 1993 en Svíum var hins vegar úthlutað þeirri keppni. Ísland fékk hins vegar keppnina tveimur árum síðar en þarna var fyrirkomulaginu breytt. Áður var HM haldið á fjögurra ára fresti en hefur frá 1993 verið á tveggja ára fresti eins og handboltaunnendur

...