— Morgunblaðið/Eggert

Þú ert meðlimur Huldar. Hvað er Huldur?

Huldur er ungmennakór sem Hreiðar Ingi Þorsteinsson, kórstjóri og listrænn stjórnandi, stofnaði árið 2021 á hrekkjavöku. Huldurin er kynjavera sem býr í fossum, lindum, lækjum og djúpum hafsins og þaðan kemur nafn kórsins. Kórinn hefur vaxið hratt og tvöfaldast að stærð frá stofnun. Við höfum haldið fjölda tónleika og sungið alls kyns tónlist, en kórinn hefur myndað sér þá sérstöðu að meðlimir hafa verið að semja fyrir kórinn. Það er því mikið af ungum og upprennandi tónskáldum í kórnum. Þetta er dálítið eins og bílskúrsband.

Hvað er á dagskrá tónleikanna?

Við frumflytjum kórverkabálk eftir Kjartan Ólafsson, sem er byggður á fimm íslenskum þjóðlögum og er eins og bergmál af þeim. Sá kórverkabálkur er tileinkaður Jóni Ásgeirssyni og

...