Fumlaus framganga Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í viku djúpstæðra pólitískra átaka og umskipta hefur styrkt stöðu hennar.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur fengist við stórverkefni nú í október. Þar ber hæst heimsókn hennar til dönsku konungshjónanna í Kaupmannahöfn og stjórnarslitin hér.

Bæði verkefnin eru viðkvæm og framkvæmd undir smásjá fjölmiðla. Nýkjörinn forseti hefur tekist á við þau af öryggi. Þar má sérstaklega nefna ræðuna sem Halla Tómasdóttir flutti á Bessastöðum síðdegis þriðjudaginn 15. október eftir fund hennar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra þar sem hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Að morgni mánudagsins 14. október gekk forsætisráðherra á fund forseta með tillögu um þingrof og

...