Ísraelsher gerði nokkrar rassíur á Gasasvæðinu í gær, degi eftir að herinn staðfesti að hann hefði náð að fella Yahya Sinwar, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Hamas. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, fagnaði í gær andláti Sinwars, sem sagður er hafa lagt á ráðin um hryðjuverkin 7
Ísrael Mikill fögnuður braust út á götum helstu borga Ísraels í fyrrakvöld eftir að greint var frá því að Yahya Sinwar hefði verið felldur af Ísraelsher.
Ísrael Mikill fögnuður braust út á götum helstu borga Ísraels í fyrrakvöld eftir að greint var frá því að Yahya Sinwar hefði verið felldur af Ísraelsher. — AFP/Jack Guez

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ísraelsher gerði nokkrar rassíur á Gasasvæðinu í gær, degi eftir að herinn staðfesti að hann hefði náð að fella Yahya Sinwar, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Hamas. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, fagnaði í gær andláti Sinwars, sem sagður er hafa lagt á ráðin um hryðjuverkin 7. október í fyrra.

Tók Netanjahú fram að stríðinu sem hófst í kjölfar árásarinnar væri ekki lokið þó Sinwar væri fallinn, en sagði að andlát hans markaði „upphaf endalokanna“. Þá markaði andlát hans mikilvægan vendipunkt í áttina að því að binda enda á hin „illu yfirráð“ Hamas-samtakanna yfir Gasasvæðinu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði um tíðindin að andlát Sinwars þýddi að réttlætinu hefði verið fullnægt. Þá væri nú tækifæri til

...