Það stefnir í harðan slag milli Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, og Jóns Gunnarssonar fyrrverandi ráðherra þar sem þau sækjast eftir 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi
Tekist á Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón eru samherjar og mótherjar í senn. Næsta orrusta fer fram í Valhöll.
Tekist á Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón eru samherjar og mótherjar í senn. Næsta orrusta fer fram í Valhöll.

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Það stefnir í harðan slag milli Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, og Jóns Gunnarssonar fyrrverandi ráðherra þar sem þau sækjast eftir 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón vermir sætið nú en Þórdís hyggst færa sig úr oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Kosið verður á milli þeirra á kjördæmisþingi á sunnudag þar sem ríflega 500 sjálfstæðismenn hafa seturétt. Kosið verður um fjögur efstu sæti á listanum, eitt sæti í senn. Fyrst það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson sækist einn eftir, og svo koll af kolli.

Í Spursmálum, þar sem þau Þórdís og Jón mætast, eru þau spurð út í hvort þau myndu sætta sig við þriðja sætið, færi svo að

...