Fyrsti reglulegi fundur nýrrar starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór fram í gærmorgun. Fjölmörg mál voru á dagskrá stjórnarinnar. Frá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra kom samantekt á forgangslista yfir þingmál á haustþingi og …
Fundað Ráðherrar komu saman á fundi við Hverfisgötu í gærmorgun. Þar var meðal annars rætt um forgangslista yfir þingmál á haustþinginu.
Fundað Ráðherrar komu saman á fundi við Hverfisgötu í gærmorgun. Þar var meðal annars rætt um forgangslista yfir þingmál á haustþinginu. — Morgunblaðið/Eggert

Fyrsti reglulegi fundur nýrrar starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór fram í gærmorgun. Fjölmörg mál voru á dagskrá stjórnarinnar. Frá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra kom samantekt á forgangslista yfir þingmál á haustþingi og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra ræddi áframhaldandi húsnæðisuppbyggingu og þróun lóða í Reykjanesbæ.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ræddi meðal annars fjölmiðlastefnu og aðgerðaáætlun í málefnum fjölmiðla til 2030 og Guðlaugur Þór Þórðarson lagði til upplýsingar um framkvæmdagetu ofanflóðasjóðs, átak í uppbyggingu smávirkjana og breytingar á raforkulögum er snúa meðal annars að raforkuöryggi.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir annasama tíma fram undan en að hann telji þingið hafa möguleika á að ljúka brýnustu málum fyrir 15. nóvember undir

...