María Andrea Hreinsdóttir fæddist í Hrísey 28. ágúst 1938. Hún lést á Fossvogsspítala 6. október 2024.

Hún var dóttir hjónanna Hreins Pálssonar söngvara, útgerðarmanns í Hrísey og síðar forstjóra Olíuverslunar Íslands (BP) í Reykjavík, og Lenu Figved, sem var norsk og lærð nuddkona sem fluttist með foreldrum og systkinum til Eskifjarðar. Langafi Maríu Andreu var hin þekkta aflakló Hákarla-Jörundur. Systkini Maríu Andreu voru þau Erna, gift Svani Friðgeirssyni, Hreinn, kvæntur Þóreyju Sveinsdóttur, og Eva, en þau eru öll látin.

Eiginmaður Maríu Andreu er Helgi Hjálmarsson arkitekt, f. 22. apríl 1936 á Seyðisfirði. Hann er sonur Hjálmars Vilhjálmssonar, f. á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð, sýslumanns og síðar ráðuneytisstjóra, og Sigrúnar Helgadóttur, f. í Múlakoti á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu.

...