Fljótlega eftir morðið á eiginmanni hennar sýndi Gallup-könnun að hún væri dáðasta kona Bandaríkjanna.
Ethel Kennedy með Robert Kennedy eiginmanni sínum sem hún dáði.
Ethel Kennedy með Robert Kennedy eiginmanni sínum sem hún dáði. — AFP

Ethel Kennedy, ekkja Roberts Kennedys, var jarðsett á dögunum. Hún lést 96 ára gömul eftir hjartaáfall. Fjölskylda hennar sagðist finna huggun í því að nú hefði hún sameinast ástkærum eiginmanni sínum.

Hún fæddist árið 1928 inn í ríkidæmi. Faðir hennar var viðskiptajöfur og sannfærður repúblikani. Systkinin voru sjö talsins. Ethel var alla tíð mikil íþróttakona með mikið keppnisskap. Hún stundaði útreiðar, skíðamennsku, tennis, golf og siglingar.

Hún hitti Roberty Kennedy árið 1945 í skíðaferð í Kanada gegnum vinkonu sína Jean, sem var systir hans. Þau giftust árið 1950 og bjuggu í glæsilegri villu þar sem voru tvær sundlaugar, tennisvöllur og kvikmyndaherbergi. Fræga fólkið kepptist um að koma í veislur til þeirra, þar sáust meðal annars Judy Garland og Rudolph Nureyev og John

...