Jódís Skúladóttir þingmaður í Norðausturkjördæmi verður ekki í framboði fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og…
Jódís Skúladóttir
Jódís Skúladóttir

Jódís Skúladóttir þingmaður í Norðausturkjördæmi verður ekki í framboði fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar.

„Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta,“ sagði Jódís í gær. „Það er líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði,“ segir í færslu Jódísar Skúladóttur. Þessi tíðindi koma í kjölfar þess að Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, frá­far­andi mat­vælaráðherra, tilkynnti að hún muni ekki bjóða sig fram. Þá hefur Bjarni Jónsson sagt sig úr flokknum og Steinunn Þóra Árnadóttir hyggst sömuleiðis hverfa af þingi.

...