Ráðherrar Vinstri grænna eiga rétt á þriggja til sex mánaða biðlaunum, eftir að þau fengu formlega lausn frá ráðherraembættum sínum á fundi ríkisráðs á fimmtudag. Biðlaunin eru jafnhá ráðherralaunum
Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Ráðherrar Vinstri grænna eiga rétt á þriggja til sex mánaða biðlaunum, eftir að þau fengu formlega lausn frá ráðherraembættum sínum á fundi ríkisráðs á fimmtudag. Biðlaunin eru jafnhá ráðherralaunum. Þetta kemur fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Bjarkey ekki hugsað málið

Samkvæmt 5. gr. laga nr. 88/1995 á ráðherra rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaunin ná aðeins til ráðherrahluta launanna en ráðherrar Vinstri grænna eru nú almennir þingmenn og fá því þingfararkaup. Ráðherra sem hefur starfað sem ráðherra skemur en eitt ár fær greidd biðlaun í þrjá mánuði en eftir ráðherrastörf í eitt ár samfellt eða lengur eru þau greidd í sex mánuði.

...