Aldína Snæbjört Ellertsdóttir (Alda) fæddist í Holtsmúla á Langholti, í fyrrverandi Staðarhreppi í Skagafirði, 13. maí 1926. Hún andaðist á hjúkrunardeild HSN á Sauðárkróki 1. október 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Sveinsdóttir, f 11. júní 1891 á Hóli í Sæmundarhlíð, Skag., d. 28. sept. 1982 og Ellert Símon Jóhannsson, f. 14. okt. 1890 í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, Skag., d. 19. feb. 1977. Alda var yngst sex systkina en þau voru: Jón Svavar, Sveinn, Jóhann, Sigurður og Hallfreð. Uppeldissystir Hafdís.

Þann 21. febrúar 1947 giftist Alda Friðriki Margeirssyni, f. 28. maí 1919 á Ögmundarstöðum, Staðarhr., Skag., d. 12. júní 1995. Foreldrar hans voru Helga Pálsdóttir og Margeir Jónsson, bóndi Ögmundarstöðum. Stjúpmóðir Helga Óskarsdóttir.

Afkomendur Öldu og Friðriks eru alls 60 (59 á lífi) en alls urðu börnin sjö talsins: 1)

...