— Morgunblaðið/Eggert

Þó komið sé hrímkalt haust, eins og fjallaskáldið kallaði það, hafa landsmenn á suðvesturhorninu fengið að kveðja síðustu leifarnar af hverfandi sumars blíðu á dögunum og hafa sumir nýtt sér síðasta lognið til útivistar.

Íslendingar fengu reyndar í síðustu viku áminningu um vetur komanda og hans fylgifiska. Enn á ný nálgast kuldinn landið hægt
og bítandi. Eða að minnsta kosti bítandi.