„Ég er ennþá að átta mig á þessu ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, í samtali við Morgunblaðið í gær
Evrópumeistarar Kvennalandslið Íslands fagnar sigri á Evrópumótinu í Bakú í Aserbaísjan á laugardaginn.
Evrópumeistarar Kvennalandslið Íslands fagnar sigri á Evrópumótinu í Bakú í Aserbaísjan á laugardaginn. — Ljósmynd/FSÍ

Fimleikar

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

„Ég er ennþá að átta mig á þessu ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Andrea Sif og liðsfélagar hennar í kvennalandsliðinu urðu Evrópumeistarar á laugardaginn í Bakú í Aserbaísjan í fjórða sinn í sögunni en íslenska liðið fékk 53.850 stig, 0,450 stigum meira en Svíþjóð sem hafnaði í öðru sætinu en það telst mikill munur í fimleikaheiminum. Noregur hafnaði svo í þriðja sæti með 49.450 stig.

Blandað lið Íslands hafnaði í 5. sæti á mótinu og þá varð blandað ungmennalið Íslands Evrópumeistari. Ungmennalið kvenna hafnaði í 3. sæti og ungmennalið karla í 4.

...