Rúm tvö ár eru frá því að öllum samkomutakmörkunum var aflétt vegna kórónuveirufaraldursins. Þrátt fyrir það virðist veiran enn þann dag í dag hafa talsverð áhrif á líf fólks en um 35 manns hafa lagst inn á gigtarsvið Reykjalundar síðustu 12 mánuði vegna langvarandi áhrifa af veirunni
Reykjalundur Endurhæfingin getur tekið marga mánuði og þurfa sumir að leita frekari endurhæfingar eftir endurhæfinguna á Reykjalundi.
Reykjalundur Endurhæfingin getur tekið marga mánuði og þurfa sumir að leita frekari endurhæfingar eftir endurhæfinguna á Reykjalundi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Rúm tvö ár eru frá því að öllum samkomutakmörkunum var aflétt vegna kórónuveirufaraldursins. Þrátt fyrir það virðist veiran enn þann dag í dag hafa talsverð áhrif á líf fólks en um 35 manns hafa lagst inn á gigtarsvið Reykjalundar síðustu 12 mánuði vegna langvarandi áhrifa af veirunni. Þetta segir Lovísa Leifsdóttir, læknir á gigtarsviði Reykjalundar, í samtali við Morgunblaðið.

Síðustu 12 mánuði hafa 120 manns komið í endurhæfingu á gigtarsvið Reykjalundar og tæp 30% þeirra glíma við langvarandi áhrif kórónuveirunnar.

...