Rithöfundarnir Stefán Máni Sigþórsson og Unnur Lilja Aradóttir koma fram á bókakaffi á Borgarbókasafninu í Árbæ í dag, 21. október, kl. 16.30-17.30. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Glæpafárs á Íslandi sem unnið er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag. Stefán Máni og Unnur Lilja munu lesa upp og spjalla um bækur sínar. Í tilkynningu segir m.a.: „Bækur Stefáns Mána njóta mikilla vinsælda og hefur ein aðalsögupersónan, lögreglumaðurinn Hörður Grímsson, fallið lesendum sérlega vel í geð.“ Þar segir einnig: „Unnur Lilja spratt fram á glæpasögusviðið með bók sinni Högginu sem kom út árið 2021. Fyrir hana hlaut hún glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn.“