Byggingarfulltrúanum í Suðurnesjabæ hefur verið falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis fyrir Isavia vegna neyðarkyndistöðvar fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða á Keflavíkurflugvelli, segir…
Kynding Isavia hyggst koma upp varanlegri neyðarkyndistöð fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Heitavatnslaust varð í flugstöðinni síðasta vetur.
Kynding Isavia hyggst koma upp varanlegri neyðarkyndistöð fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Heitavatnslaust varð í flugstöðinni síðasta vetur. — Morgunblaðið/Eggert

Byggingarfulltrúanum í Suðurnesjabæ hefur verið falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis fyrir Isavia vegna neyðarkyndistöðvar fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða á Keflavíkurflugvelli, segir að þetta sé framtíðarlausn sem þurfi að vera til staðar.

Eins og kom fram í fréttum síðasta vetur kom upp tilvik á flugvellinum þar sem ekki var til staðar heitt vatn til kyndingar. Var það af völdum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í kjölfarið fékk Isavia stöðuleyfi fyrir olíukyndistöð austan við flugstöðina sem var til taks síðasta vetur. Nú skal bætt um betur.

„Þetta er neyðarkyndistöð,“ segir Maren. „Ef það kemur til afhendingarrofs eða skerðingar á heitu vatni, til dæmis vegna áhrifa eldsumbrota, munum við geta haldið heitu vatni á flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Við teljum að við þurfum að hafa þetta úrræði til staðar á meðan hætta á eldgosum á Reykjanesinu er enn til staðar,“

...