Niðamyrkur hefur verið frá því á föstudag á Kúbu vegna hruns raforkukerfis landsins, nema á nokkrum hótelum þar sem vararafstöðvar hafa séð fyrir rafmagni. Á sama tíma stefndi fellibylurinn Oscar að eyjunni norðaustanverðri í gær og mikið óðagot var …
Havana Í myrkrinu berst ljóstíra frá skellinöðru í rafmagnsleysinu.
Havana Í myrkrinu berst ljóstíra frá skellinöðru í rafmagnsleysinu. — AFP/Albert Roque

Niðamyrkur hefur verið frá því á föstudag á Kúbu vegna hruns raforkukerfis landsins, nema á nokkrum hótelum þar sem vararafstöðvar hafa séð fyrir rafmagni. Á sama tíma stefndi fellibylurinn Oscar að eyjunni norðaustanverðri í gær og mikið óðagot var við að reyna að koma fólki í skjól og verja mannvirki við afar slæmar aðstæður.

Viðvarandi rafmagnsleysi er nú búið að vera á eyjunni í fjölda daga, allt að 20 tíma á sólarhring í sumum héruðum. Efnahagsástand á eyjunni er í kaldakoli og vegna rafmagnsleysis hefur skólum verið lokað og allri opinberri þjónustu sem þykir ekki bráðnauðsynleg verið hætt.

Efnahagsleg óstjórn

Himinhá verðbólga, skortur á fjárfestingum, skortur á mat, lyfjum, eldsneyti og jafnvel vatni er viðvarandi ástand í landinu. Þegar bætast ofan á þetta gamlir og lélegir innviðir og

...