Víkingur úr Reykjavík og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í Fossvogi sunnudaginn 27. október. Víkingar unnu afar dramatískan sigur, 4:3, gegn ÍA í 26
Ósáttur Skagamaðurinn Steinar Þorsteinsson kallar eftir vítaspyrnu eftir að Hinrik Harðarson fer niður í vítateig Víkinga á Akranesi um helgina.
Ósáttur Skagamaðurinn Steinar Þorsteinsson kallar eftir vítaspyrnu eftir að Hinrik Harðarson fer niður í vítateig Víkinga á Akranesi um helgina. — Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í Fossvogi sunnudaginn 27. október.

Víkingar unnu afar dramatískan sigur, 4:3, gegn ÍA í 26. umferð deildarinnar á Akranesi á laugardaginn á meðan Breiðablik vann nauman sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli, 2:1. Víkingar eru með pálmann í höndunum fyrir úrslitaleikinn, þeim dugar jafntefli, enda með mun betri markatölu en Breiðablik, og Blikar verða því að sækja til sigurs ætli þeir sér Íslandsmeistaratitilinn.

Skagamenn eiga ekki lengur möguleika á Evrópusæti en Valur og Stjarnan berjast um þriðja og síðasta Evrópusætið. Þar standa

...