Helgin var sannarlega viðburðarík í íslenskri pólitík. Tvíeyki úr þríeykinu svokallaða, þau Alma Möller og Víðir Reynisson, lýstu því yfir að þau yrðu í oddvitasætum hjá Samfylkingunni. Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Snorri Másson …
Alma Möller
Alma Möller

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Helgin var sannarlega viðburðarík í íslenskri pólitík. Tvíeyki úr þríeykinu svokallaða, þau Alma Möller og Víðir Reynisson, lýstu því yfir að þau yrðu í oddvitasætum hjá Samfylkingunni. Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Snorri Másson fjölmiðlamaður gengu til liðs við Miðflokkinn og verða í framboði í Reykjavík. Þá lýsti Erna Bjarnadóttir, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, því yfir að hún sæktist eftir að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi tilkynnti í gær að hún verður í fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Sósíalistaflokkinn. Hún segist vera þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt með því að vera kosin pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og borgarstjórnar.

...