Þingmenn þurfa að hafa burði til að taka sjálfstæða afstöðu til mála

Stjórnmálaflokkarnir eru í óðaönn að raða á lista sína fyrir komandi kosningar og tekst misvel upp. Sums staðar er í flestum eða öllum tilvikum stuðst við kosningu flokksmanna, prófkjör eða kosningu á fundi líkt og Sjálfstæðisflokkurinn bauð upp á um helgina í fjórum kjördæmum af sex. Í Reykjavíkurkjördæmunum verður kjörnefnd falið að raða á lista þess flokks.

Píratar hyggjast beita prófkjöri á netinu eins og þeir hafa áður gert en margir flokkar raða á lista sína eftir öðrum aðferðum og stundum óljósum og tilkynna um helstu sæti eftir því sem í þau er valið. Þá er gjarnan reynt að bjóða upp á þekkta einstaklinga en ekki endilega fólk sem vitað er til að hafi þá þekkingu, reynslu eða víðtækan áhuga á þjóðmálum sem þörf er á inni á Alþingi. Hvað þá að viðkomandi hafi fram til þessa aðhyllst þá pólitísku stefnu sem viðkomandi flokkur kennir sig við. En í staðinn er sagt að gott sé að tefla

...