Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins töpuðu sætum sínum á lista og verða að óbreyttu ekki í kjöri í alþingiskosningunum í lok næsta mánaðar. Kjördæmaráð flokksins héldu í gær kjördæmisþing í öllum kjördæmum nema í Reykjavíkurkjördæmunum
Alþingi Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipa fyrsta og annað sæti í Suðvesturkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum.
Alþingi Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipa fyrsta og annað sæti í Suðvesturkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Anton Guðjónsson

Óskar Bergsson

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins töpuðu sætum sínum á lista og verða að óbreyttu ekki í kjöri í alþingiskosningunum í lok næsta mánaðar. Kjördæmaráð flokksins héldu í gær kjördæmisþing í öllum kjördæmum nema í Reykjavíkurkjördæmunum.

Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði það hafa verið mjög ánægjulegt hve mikill kraftur hefði færst í öll kjördæmin og hvað þingin hefðu verið fjölmenn.

Segir hann að á listunum megi finna blöndu af reyndu fólki og nýjum oddvitum sem þó hafi sterkan bakgrunn til þess að taka að sér þingmennsku. Alltaf sé hægt að gera ráð fyrir því að breytingar verði þegar lífi sé hleypt í flokksstarfið með röðun, líkt og nú var gert.

„Við erum að fá hér gríðarlega

...