Breytingar Kristján lifði og hrærðist í undirheimunum frá barnsaldri.
Breytingar Kristján lifði og hrærðist í undirheimunum frá barnsaldri.

Kristján Halldór Jensson átti ekki von á því að hljóta tilnefningu til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands síðasta sumar. Tilnefninguna hlaut hann ásamt stuðnings- og fræðslusamtökunum Traustum kjarna fyrir vel unnin störf í þágu framfara í forvörnum og geðheilbrigðismálum.

„Ég þurfti að ganga mína þrautagöngu og lenti í algerum drullupolli. Svo fór ég að sjá að ég gæti nýtt mér þennan drullupoll til að hjálpa öðrum.“

Kristján Halldór lifði og hrærðist í undirheimunum frá barnsaldri, bjó á götunni sem barn, fór fljótt að neyta harðra fíkniefna og komst ítrekað í kast við lögin. Þar til hann náði loks að snúa við blaðinu fyrir tæplega fimm árum eftir að hafa lokið níu mánaða meðferð. Nú helgar hann líf sitt því að lifa einn dag í einu og aðstoða aðra í viðkvæmri stöðu við að innleiða sömu lífsbreytingu.