Hart var barist í gær við upphaf súkkot, vikulangrar hátíðar gyðinga. Talsmenn ísraelska hersins sögðu herinn hafa hæft stjórnstöð höfuðstöðva Hisbollah og neðanjarðarvopnabúr í Beirút og að yfir 65 vígamenn Hisbollah hefðu fallið í öðrum árásum í Suður-Líbanon
Beirút Fólk keyrir að byggingu í gær sem var sprengd upp í loftárásum Ísraelshers kvöldinu áður, en bygging er í suðurhluta Beirút í Líbanon.
Beirút Fólk keyrir að byggingu í gær sem var sprengd upp í loftárásum Ísraelshers kvöldinu áður, en bygging er í suðurhluta Beirút í Líbanon. — AFP/Ibrahim Amro

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Hart var barist í gær við upphaf súkkot, vikulangrar hátíðar gyðinga. Talsmenn ísraelska hersins sögðu herinn hafa hæft stjórnstöð höfuðstöðva Hisbollah og neðanjarðarvopnabúr í Beirút og að yfir 65 vígamenn Hisbollah hefðu fallið í öðrum árásum í Suður-Líbanon. Opinber ríkisfréttastofa Líbanons, NNA, sagði að árásir Ísraelsmanna á höfuðborgina hefðu hitt íbúðarhús í Haret Hreik-svæðinu í Suður-Beirút, nálægt mosku og sjúkrahúsi.

Árásirnar komu í kjölfar þess að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sakaði Hisbollah um að hafa reynt að myrða hann, en sprengjudróni hæfði heimili hans í gær. „Tilraun Hisbollah, leppsamtaka Íran, til að myrða mig og konu mína í dag voru alvarleg mistök,“ sagði Netanjahú.

Nálægt 70

...