Í öllu skólastarfi er afar mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og ákveða um leið aðferðir til að mæla árangur.
Þorsteinn Þorsteinsson
Þorsteinn Þorsteinsson

Þorsteinn Þorsteinsson og Gunnlaugur Sigurðsson

Fyrir nokkrum árum komum við undirritaðir því til leiðar að hingað til lands kom þekktur breskur sérfræðingur í menntamálum og jafnframt mjög virtur prófessor á Englandi. Hann hélt hér fundi með mörgum skólamönnum og ráðamönnum íslenskra menntamála. Á einum fundinum sagði borubrattur skólastjóri grunnskóla að hann væri með mjög góðan skóla. „Hvernig veistu það? Hvað ertu með í höndunum til að sannprófa það?“ kom samstundis frá hinum breska. „Ég bara veit það,“ var svar skólastjórans og við sáum að sá breski ranghvolfdi augunum. Hann hélt áfram: „Góður skipstjóri veit nákvæmlega hvenær veiðitúrinn er góður, hann veit hvaða árangri hann hefur náð og getur sannprófað auðveldlega hver aflinn er á hverjum tíma. Þetta gildir um alla góða stjórnendur í öllum góðum stofnunum, fyrirtækjum og félögum. Æðstu embættismenn og

...