Borgarleikhúsið Óskaland ★★★·· Eftir Bess Wohl. Íslensk þýðing: Ingunn Snædal. Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Urður Hákonardóttir. Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson. Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson. Tónlist: Moses Hightower. Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Esther Talía Casey, Fannar Arnarsson, Jörundur Ragnarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Vilhelm Neto. Frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 11. október 2024, en rýnt í 2. sýningu á sama stað sunnudaginn 13. október 2024.
Litlaus hjón „Eftir stendur hins vegar sá vandi að leikskáldið virðist ekki hafa getað gert upp við sig hvort það vildi skrifa hreinræktaðan skopleik eða takast á við umfjöllunarefnið af meiri alvöru og dýpt,“ segir í rýni.
Litlaus hjón „Eftir stendur hins vegar sá vandi að leikskáldið virðist ekki hafa getað gert upp við sig hvort það vildi skrifa hreinræktaðan skopleik eða takast á við umfjöllunarefnið af meiri alvöru og dýpt,“ segir í rýni. — Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Leiklist

Silja Björk

Huldudóttir

Verður fólk einhvern tímann of gamalt til að skilja? Tryggir hækkandi aldur sjálfkrafa aukinn þroska? Hvenær þekkir maður raunverulega aðra manneskju? Þetta er meðal þeirra spurninga sem bandaríska leikskáldið Bess Wohl veltir upp í Óskalandi sem frumsýnt var í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal og leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr í þessum mánuði. Leikritið er tiltölulega nýtt, en það var frumsýnt á Broadway vestanhafs í byrjun árs 2020 og m.a. tilnefnt til bandarísku Tony-sviðslistaverðlaunanna sem leikrit ársins.

Í forgrunni verksins eru hjónin Villi (Eggert Þorleifsson) og Nanna (Sigrún Edda Björnsdóttir), sem komið hafa sér vel fyrir í íbúð í eldriborgarafjölbýli

...