— AFP/Oscar Del Pozo

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman á Plaza de Castillo-torginu í miðborg Madrid í gær og kröfðust þess að forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, segði af sér og sósíalistastjórn hans færi frá völdum. Fjöldi smærri hópa af hægri vængnum boðaði til mótmælanna, með stuðningi stjórnarandstöðunnar PP og Vox, til að krefjast almennra kosninga strax.

Fyrirlesarar gagnrýndu stjórnina harðlega fyrir ákvarðanir, allt frá sakaruppgjöf fyrir baráttumenn sem styðja sjálfstæði Katalóníu og spillingarrannsókna sem tengjast flokksmönnum sósíalista og eiginkonu Sanchez, Begonu Gomez. „Í dag eru Spánverjar, hvað sem ríkisstjórnin segir, fátækari en þegar Pedro Sanchez komst til valda,“ sagði Santiago Abascal, flokksleiðtogi Vox í gær.