Skilvirkara nám skilar sér að lokum í hæfara fullorðnu fólki sem verður afkastameira á vinnumarkaði og hefur hærri laun.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Frammistaða skólabarna á prófum veldur miklum áhyggjum um allan heim. Kennsla fór nær alls staðar verulega úr skorðum meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð – en þá höfðu niðurstöður úr ýmsum samræmdum prófum í stærðfræði, öðrum raungreinum og lestri tekið stefnu í ranga átt.

Menntun sameinar foreldra um allan heim, þótt áskoranirnar séu ólíkar. Í hinum vestræna heimi hefur námsárangur staðnað á tiltölulega háu stigi en börn í fátækari helmingi heimsins eiga mörg hver í erfiðleikum með að lesa jafnvel stuttar setningar eða leysa einföldustu stærðfræðiverkefni.

En margra ára reynsla hefur leitt í ljós hvaða menntastefnur virka alls ekki – jafnvel þótt stuðningsmenn þeirra séu háværir.

Beinskeyttasta lausnin kann að vera að auka

...