Ríkisútvarpið Stefán var fyrst ráðinn í starf útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Ríkisútvarpið Stefán var fyrst ráðinn í starf útvarpsstjóra í lok janúar 2020. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins hefur verið endurráðinn til fimm ára án auglýsingar.

Stjórn RÚV klofnaði í herðar niður vegna ákvörðunar um hvort endurráða ætti Stefán án auglýsingar eða að auglýsa stöðuna. Fimm stjórnarmenn kusu að ráða Stefán án auglýsingar en fjórir vildu að staðan yrði auglýst.

Minnihlutinn lagði fram bókun sem Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnarinnar vakti athygli á á Facebook.

„Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar,“ segir í bókuninni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna

...